Tveir hundraðkallar eru komnir úr Laxá í Aðaldal. Annar þeirra veiddist á Miðsvæðinu og voru þar að verki Helgi villimaður Jóhannesson og Máni sonur hans. Aðalsteinn Jóhannsson fékk hinn í Grástraumi. Með þessari frétt fylgir myndband þar sem Helgi kallaður villimaður tekst á við stórlaxinn í Spónhyl á fluguna Bláma. „Þetta er risi, þetta er risi,“ kalla þeir Helgi og Jóhann Ólafsson félagi hans hvor á annan, og má sjá það og heyra í myndbandinu. Vert er að hlust á lagið sem tekur síðan við. Það er samið af Ármanni Kristjánssyni sem sér um Miðsvæðið. Ármann studdist við gervigreind við lagasmíðina og það er vert að hlusta á þennan líka fallega texta um Miðsvæðið í Laxá í Aðaldal.
Helgi með stórlaxinn sem tók Bláma í Spónhyl. Miðsvæðið hefur reynst honum og Mána syni hans vel. Ljósmynd/Jóhann Ólafsson
mbl.is – Veiði · Lesa meira