Villimaðurinn með hundraðkall á Miðsvæði

Tveir hundraðkall­ar eru komn­ir úr Laxá í Aðal­dal. Ann­ar þeirra veidd­ist á Miðsvæðinu og voru þar að verki Helgi villimaður Jó­hann­es­son og Máni son­ur hans. Aðal­steinn Jó­hanns­son fékk hinn í Grá­straumi. Með þess­ari frétt fylg­ir mynd­band þar sem Helgi kallaður villimaður tekst á við stór­lax­inn í Spón­hyl á flug­una Bláma. „Þetta er risi, þetta er risi,“ kalla þeir Helgi og Jó­hann Ólafs­son fé­lagi hans hvor á ann­an, og má sjá það og heyra í mynd­band­inu. Vert er að hlust á lagið sem tek­ur síðan við. Það er samið af Ármanni Kristjáns­syni sem sér um Miðsvæðið. Ármann studd­ist við gervi­greind við laga­smíðina og það er vert að hlusta á þenn­an líka fal­lega texta um Miðsvæðið í Laxá í Aðal­dal.

Helgi með stór­lax­inn sem tók Bláma í Spón­hyl. Miðsvæðið hef­ur reynst hon­um og Mána syni hans vel. Ljós­mynd/​Jó­hann Ólafs­son

mbl.is – Veiði · Lesa meira