Ármótahylurinn alltaf sterkur

Gaf flesta fiskana í veiðitúrnum

,,Já við vorum að koma úr Geirlandsá veiðifélagarnir og fengum ellefu fiska og sá stærsti var 77 sentimetrar“ sagði Ari Little veiðimaðurinn snjalli en sjóbirtingsveiðin fyrir austan er farin að styttast i annan endan þessa dagana.

Veiðin hefur verið ágæt víða um slóðir en það er farið að kólna og fiskurinn verður tregari að taka.
,,Við fengum flesta fiskana í Ármótahylnum en tveir í hyl númer 16. Það var frekar kalt og lítið vatn en mikið af fiski í efri hyljum árinnar en mjög tregur að taka. Ég náði þeim stærsta sem var 77 sentimetrar, en það hafði verið einhver veiði áður en við komum. Þetta var bara skemmtilegt,, sagði Ari ennfremur.

Ljósmynd/það er fallegt við Geirlandsá

Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira

Geirlandsá