Ungu veiðimennirnir komu á óvart í sumar

,,Þetta er stórkostleg sjón að sjá alla þessa ungu veiðimenn hérna við höfnina í Hafnarfirði og allir áhugasamir mjög að reyna við fiskana“ sagði eldri kona við mig við höfnina í Hafnarfirði þegar dorgveiði keppnin fór fram í Hafnarfirði fyrr í í sumar og það voru orð að sönnu.

Áhuginn var ótrúlegur. Margir ungir veiðimenn hafa byrjað að veiða í sumar og fengið delluna, eða eins og einn faðirinn sagði, sonurinn er kominn með alltof mikla veiðidellu.

Hann vill veiða hverja helgi og helst alla helgina ef hann getur, hann er alveg hættur í tölvunni. Sé hann varla lengur í tölvuhangsi lengur.

Já margir hafa veitt sinn fyrsta fisk og ennþá fleiri fengið maríulaxinn sinn í sumar. Það er frábært að veiða maríulaxinn sinn og finna tilfinnguna að landa honum. Við viljum fleiri unga veiðimenn við vötnin og árnar, það er framtíðin.

Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira