Veiddu vel í sumarblíðunni

Mikið líf er á Úteyjarsvæðinu í Hólaá þessa dagana. Svæðið geymir mikið af fallegri bleikju og vænum urriða. Mæðgurnar Rannveig Rúna Viggósdóttir og Unnur Guðný Gunnarsdóttir voru að veiðum í sumarblíðunni og settu í þó nokkra fína fiska.

Unnur með góða bleikju

„Við mæðgur veiddum mikið saman þegar ég var barn en þá voru veiðiaðferðirnar aðrar. Það er gaman að taka upp þráðin aftur og snúa dæminu við, ég kenni mömmu en hún ekki mér. Við viljum þó báðar meina að við séum mun betri en hin, svo keppnisskapið er ekki langt undan. Mamma er duglegur, úrræðagóður og ákveðin veiðimaður. Hún fer langt á því, ég er hins vegar oftast ljón heppin.
En í dag var ég meira á háfnum fyrir hana en við vorum að njóta þessa fallega dags með hundana okkar hjá okkur á bakkanum,“ sagði Unnur.

Ljósmynd: Mæðgur við Hólaá

Veiðar · Lesa meira

Hólaá – Útey