Vatnsá

Suðurland
Eigandi myndar: veida.is
Calendar

Veiðitímabil

22 júlí – 10 október

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

2 fiskar á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

Tegundir

Veiðin

Vatnsá rennur úr Heiðarvatni í Heiðardal í Mýrdal, sem er rétt fyrir ofan Vík. Vatnsá er skemmtileg lax og sjóbirtingsá sem rennur um fallegan dal á leið sinni niður í Kerlingardalsá, sem hún sameinast áður en hún rennur til sjávar. Hún er lítil og viðkvæm og þar gildir að nálgast alla veiðistaði af míkilli nargætni til að fæla ekki fisk. Árlega veiðast allt að 250 sjóbirtingar og 300 laxar, sem er ágæt veiði miðað við að einungis er veitt á 2 stangir.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðimenn sem veiða í Vatnsá hafa aðgang að veiðihúsi með þremur tveggja manna herbergjum, auk stofu, eldhúss og salernis. Innifalið í verðinu eru uppábúin rúm og þrif og eru menn hvattir til að ganga vel um húsið. Veiðihúsið er rétt við útfallið úr Heiðarvatni og liggur slóði að húsinu eftir að búið er að fara um hlaðið á Litlu Heiði

Veiðireglur

Veiðimenn eru hvattir til að veiða á agnhaldslausar flugur. Óheimilt er að nota kaststangir við veiðarnar. Akstur utan slóða er ekki leyfður. Munið að skrá allan afla til upplýsingaöflunar fyrir leigutaka.

Leyft er að taka 2 laxahænga á dag undir 68cm. Öllum laxi skal þó sleppt í október. Þá má taka 6 sjóbirtinga sem eru undir 55 cm

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið er um 6 km að lengd, með um 40 merkta veiðistaði

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Vík í Mýrdal: 10 km, Selfoss: 130 km, Reykjavík: 187 km, Akureyri: 558 km

Áhugaverðir staðir

Dyrhóley, Reynisfjara og Reynisdrangar

Veiðileyfi og upplýsingar

Ásgeir s: 660 3858, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðurland

Fréttir af veiði Vatnsá

Heiðarvatn og Vatnsá blómstra loksins

Eftir mjög rólegt sumar þá hefur Vatnsá, sem fellur úr Heiðarvatni loksins tekið við sér. Frá þriðja september hafa fjörutíu laxar veiðst og telst það gott á mælikvarða Vatnsár og

Lesa meira »

Fyrstu laxarnir komnir úr Vatnsá

Fyrstu laxarnir veiddust í Vatnsá, sem fellur úr Heiðarvatni, skömmu eftir mánaðamót. Vatnsá er mikil síðsumarsá og er veitt í henni fram í október. Fyrstu þrjú hollin í sumar settu

Lesa meira »
Shopping Basket