Breiðdalsá

Austurland
Eigandi myndar: mbl.is
Calendar

Veiðitímabil

20 júní – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

8 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

17000 kr. – 50000 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Breiðdalsá á upptök sín til fjalla þar sem lækir tínast saman og verður svo til þar sem Tinnudalsá, Suðurdalssá, og Norðurdalsá renna saman. Umhverfi Breiðdalsár er stórbrotið og sagt er að menn veiði óvíða í eins fallegri á. Stórlaxavonin er mikil og laxar um og yfir 10 kg veiðast árlega. Nú er hægt að kaupa staka daga án fæði eða gistiskyldu til 11 júlí og frá 10 september! Einnig geta veiðihópar sem taka allar stangirnar keypt gistingu í Veiðihúsinu Eyjar án fæðis ef þess er óskað.

Ferðamöguleikar eru með bíl í Breiðdalinn eða með flugi til Egilsstaða. Ef menn velja flugið þá er hægt að ráða leiðsögumann með bíl á vegum Strengja eða leigja bíl á Egilsstaðaflugvelli og þaðan eru einungis rúmir 100 km til Breiðdalsár.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Á bökkum Breiðdalsár í landi Eyja, sem eru neðarlega við ána, er fallegt veiðihús sem býður upp á eina glæsilegustu gistiaðstöðu á landinu. Þar eru átta tveggja manna herbergi, hvert með sérbaðherbergi, gervihnattasjónvarpi og internettengingu. Glæsisvíta býðst þeim sem virkilega kunna að vera góðir við sjálfa sig. Í húsinu er gufubað og þaðan er útgengt að heitum potti. Borðstofa og setustofa eru með góðum aðbúnaði, þar sem glæsilegur arinn er áberandi. Stór verönd er með grilli og góðri aðstöðu til útiborðhalds. Glæsilegt útsýni er yfir ómótstæðilegan fjallahring Breiðdalsins. Veiðimenn eru velkomnir í hús 30 míútum fyrir veiðitíma.

Gisting fyrir tvo með morgunmat kostar 40.000 kr

Veiðireglur

Einungis er leyfð fluga til hádegis 1. sept, eftir það má veiða á blandað agn

Frá 20.06 – 19.07 og 10.09 – 20.09 er veitt með 6 stöngum og skiptingar eru með 3 tíma fresti. Frá 19.07 til og með 10.09 (fh) er veitt með 8 stöngum.

Kort og leiðarlýsingar

Laxveiðisvæði Breiðdalsár spannar alla ánna ofan silungasvæðisins, auk Suðurdalsáar og Norðurdalsáar

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Egilsstaðir: um 100 km, Akureyri: 347 km um Vaðlaheiðargöng, Reykjavík: 610 km

Nærliggjandi flugvellir

Egilsstaðaflugvöllur: um 102 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Jóhann D. Snorrason, 793-7979

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:30 – 13:00

Kvöldvakt

15:00 – 20:30

Staðsetning

Austurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Breiðdalsá

Nýr leigutaki tekur við Breiðdalsá

Ripp Sporting hefur undirritað tíu ára leigusamning við veiðifélag Breiðdalsár. Félagið tekur við ánni á næsta ári en Strengir ehf, félag Þrastar Elliðasonar er með Breiðdalsá á leigu í sumar.

Lesa meira »

Sá fyrsti úr Breiðdalsá 

Fyrsti laxinn úr Breiðdalsá Veiði hófst í Breiðdalsá í morgun og í öðru kasti tók lax við Möggustein, Sunray Shadow fluguna. Var það lúsug hrygna 70 cm. og veiðimaðurinn er

Lesa meira »
Shopping Basket