Deildará

Norðausturland
Eigandi myndar: veiditorg.is
Calendar

Veiðitímabil

20 júní – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

3 stangir
Stop

Kvóti

1 fiskur á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

50000 kr. – 125000 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Deildará á Melrakkasléttu er gjöful laxveiðiá. Líkt og á við um aðrar ár í Þistilfirði er góður möguleiki á að setja í stórlax í Deildará. Áin er ekki sérstaklega vatnsmikil og fer því afskaplega vel fyrir þá sem vilja veiða með einhendu. Nettar stangir, flotlínur, smáar flugur og gárutúpur eru réttu verkfærin við Deildará. Hún hefur upp á margt að bjóða; fjölbreytta veiðistaði, einstaka náttúrufegurð, friðsæld, fjölskrúðugt fuglalíf og það sem er líklega mikilvægast að áin er gjöful. Meðalveiði síðustu 6 ára er um 230 laxar.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihúsið er afar rúmgott og aðstaðan öll eins og best er á kosið. Þar má finna þrjú 23 fm svefnherbergi með sérbaðherbergi í tiltölulega nýju húsi. Rúmgóð stofa, fullbúið eldhús með helluborði, ofni, stórum ísskáp og gasgrill er á pallinum. Eldra húsið hefur verið tekið í gegn og öll aðstaða hin glæsilegasta fyrir gesti þessa skemmtilega veiðisvæðis.

Veiðimenn mega mæta í veiðihús 45 mínútum áður en veiði hefst og þurfa að yfirgefa húsið eigi síðar en klukkustund eftir að veiðitíma er lokið. Hægt er að kaupa þrif á húsið fyrir 20.000 kr. Kjósi veiðimenn að þrífa veiðihúsið sjálfir þarf að skilja við það eins og komið var að því. Uppábúið rúm kostar 1.500 á mann.

Kort og leiðarlýsingar

Frá Akureyri er stefnan tekin á Raufarhöfn,  ekið í austur gegnum Húsavík og Ásbyrgi en til hægri rétt áður en komið er á Kópasker, yfir Hófaskarð. Veiðihúsið stendur við Deildará, neðan vegar, rétt áður en komið er til Raufarhafnar.

Deildará er um 7 km löng, skipt upp í þrjú svæði og er ein stöng á hverju svæði. Þar eru samtals 16 merktir veiðistaðir

Veiðikort

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Raufarhöfn: 2 km

Akureyri: 226 km

Reykjavík: 614 km

Nærliggjandi flugvellir

Akureyrarflugvöllur: 226 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Salmontails s: 666-9555 & 899-3702,  [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðausturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Deildará

Shopping Basket