Djúpá – Silungasvæði

Norðausturland
Eigandi myndar: Högni Harðarson
Calendar

Veiðitímabil

10 júlí – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús, Hótel
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

12500 kr. – 40000 kr.

Tegundir

Veiðin

Djúpá er í Þingeyjarsýslu, ekki langt frá Akureyri. Silungasvæðið nær frá Ljósavatni að uppistöðulóni hjá gamalli rafstöð sem er í landi Fremstafells og Hriflu. Í Djúpá eru stórir urriðar sem ganga niður úr Ljósavatni þegar líða tekur á sumarið. Fimm til sex punda fiskar eru ekki óalgengir og sést hafa stærri fiskar. Aðeins er veitt á flugu og öllum fiski skal sleppt. Einnig finnst staðbundin smábleikja, smáurriði og einstaka lax í ánni, en í mjög litlum mæli. Djúpá er ákaflega viðkvæm og nauðsýnlegt að fara varlega við veiðistaði. Mest er um hylji undir grasbökkum með smáeyrum á móti. Víða eru þetta djúpir hyljir og getur þar legið mikið af fiski. Þarna veiðist vel á straumflugur og oft fæst fiskurinn líka til að taka púpur og þurrflugur. Hann er hrifinn af svörtu og hafa svartir Nobblerar og Stirður gefið góða veiði. Einnig svartar púpur og þurrflugur, svo eru votflugur t.d. Teal & Black skæðar. Silungasvæðið fylgir nú veiðileyfum á laxasvæðið

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Gott veiðihús er við ána. Í því eru 5 herbergi, með 10 rúmum og salernis- og sturtuaðstaða. Veiðimenn sjá um sig sjálfir, en geta beðið um uppábúin ef þeir óska. Ræsta ber húsið þegar það eru holla skipti og muna ber að skrá alla veiði í veiðibók.

Hótel

Hótel Edda, Stórutjarnir s: 444-4000, icelandairhotels.com

 

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið nær frá Ljósavatni að uppistöðulóni hjá gamalli rafstöð sem er í landi Fremstafells og Hriflu.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Akureyri: 30 km um Vaðlaheiðargöng

Reykjavík: 418 km um Vaðlaheiðargöng

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðausturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Djúpá – Silungasvæði

Engin nýleg veiði er á Djúpá – Silungasvæði!

Shopping Basket