Fnjóská sv. 5

Norðausturland
Eigandi myndar: Veiðitorg
Calendar

Veiðitímabil

15 júlí – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

2 fiskar á stöng/dag
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

6000 kr. – 12000 kr.

Tegundir

Veiðin

Fnjóská er 117 km að lengd, á upptök sín í Bleiksmýrardrögum og er ein vatnsmesta bergvatnsá landsins. Lax, sjóbleikja, urriði og staðbundin bleikja veiðist í Fnjóská en mest er um lax og sjóbleikju yfir veiðitímann. Eru göngur hvað mestar um miðbik og seinnihluta júlímánaðar. Veiðistaðir í Fnjóská eru flestir stórir og víðáttumiklir og jafnt rennsli en jafnframt mikill straumur gerir ána að frábærri fluguveiðiá. Efri hluti Fnjóskár er gjarnan nefndur silungasvæðið, enda er uppistaðan í veiðinni silungur þó svo að nokkrir laxar veiðist þar á hverju ári. Meðalveiði er um 100 bleikjur og 5 – 10 laxar á sumri .

Gisting & aðstaða

Gistihús

Ýmis gisting er í boði á Akureyri og nágrenni, visitakureyri.is

Tjaldstæði

Tjaldsvæði er í Vaglarskógi og þar má einnig leggja Hjólhýsum & Tjaldvögnum

Veiðireglur

Veiðimenn eru beðnir um að loka alltaf hliðum á eftir sér og aka ekki um tún og ótroðnar slóðir nema með leyfi landeigenda. Einnig að sýna landeigendum og öðrum veiðimönnum tillitssemi, ganga vel um landið og skilja ekki eftir rusl við ána. Alla veiði á að færa í rafræna veiðibók Fnjóskár á fnjoska.is/logbooks. Veiðibækur síðustu ára má sjá hér.

Leyfilegt er að taka einn laxahæng undir 70 cm og 2 bleikjur undir 50 cm á hálfum degi

Kort og leiðarlýsingar

Ekið er austur þjóðveg 1 frá Akureyri og rétt áður en komið er að brú við Vaglaskóg er beygt til suðurs í átt að Illugastöðum og eru Illugastaðir um það bil við miðbik veiðisvæðisins.

Veiðisvæðið nær frá merki ofan við Hólmabreiðu upp að ármótum Bakkaár og Fnjóskár. Merktir veiðistaðir eru nr. 69 – 80

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Akureyri: 20 km um Vaðlaheiðargöng

Reykjavík: um 410 km um Vaðlaheiðargöng

Veiðileyfi og upplýsingar

Stangaveiðifélagið Flúðir; fnjoska.is/permits

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðausturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Fnjóská sv. 5

Engin nýleg veiði er á Fnjóská sv. 5!

Shopping Basket