Grenlækur Sv. 4 Fitjarflóð

Suðurland
Eigandi myndar: svfk.is
Calendar

Veiðitímabil

07 júní – 20 október

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

4 stangir
Stop

Kvóti

2 fiskar á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

13800 kr. – 24000 kr.

Veiðin

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um Grenlækjarsvæðið sem er eitt það fengsælasta á landinu. Þetta svæði lengir sjóbirtingstímabilið þar sem hann veiðist mun fyrr hér en á þeim svæðum sem við eigum að venjast. Sjóbirtingsveiðin hefst í maí og er fram í júní. Þá tekur við veiði á staðbundum urriða og vænni bleikju. Um miðjan júlí eru svo mættar fyrstu alvöru sjóbirtingsgöngurnar og er fiskur að ganga út október. Bátur er á staðnum fyrir veiðimenn. Seld eru 2 daga holl (hálfur, heill og hálfur dagur).

Gisting & aðstaða

Veiðihús

SVFK: Félagið á stórt og gott veiðihús sem er á besta stað í hraunjaðrinum rétt áður en komið er að Flóðinu. Húsið er rafvætt og skiptist þannig að það er eldhús, setustofa, snyrting og sturta í annarri álmunni og fjögur tveggja manna (kojur)svefnherbergi í hinni. Gasgrill er á staðnum. Veiðimenn mega koma í veiðihúsið einni klukkustund áður en veiði hefst og skulu rýma húsið kl. 14:00 brottfarardag. Mönnum ber að þrífa húsið fyrir brottför og fjarlægja rusl. Gestirnir leggja sjálfir til sængur, sængurfatnað, tuskur og viskustykki.

Kippur: Veiðifélagið hefur reist nýtt veiðihús sem er á besta stað, nálægt Eyvindarhyl í Jónskvísl á landi Eystra Hrauns. Húsið er 103 fermetra Finnskt bjálkahús með öllum þægindum og getur hýst 12 manns í 4 herbergjum með kojum. 4 efri kojur eru 90×200, tvær neðri kojur 120×200 og aðrar tvær eru 140×200. Sængur og koddar fyrir 8 manns eru í húsinu en veiðimenn þurfa að hafa með sér rúmföt. Í veiðihúsinu er baðherbergi með sturtu, stór stofa, eldhús með öllum helsta búnaði og geymsla. Gasgrill er á staðnum. Í húsinu eru einnig öll hreinsiefni, WC-pappír, sápur, borðtuskur og viskastikki.

Fossar: Veiðihús er ekki innifalið í veiðileyfinu en margir gistimöguleikar eru á svæðinu, t.d. www.kippur.is

Veiðireglur

SVFK: fluga og spónn til 20 júní, en svo fluga, spónn og maðkur til 20 október. Þó gildir sú regla að þegar 2 fiska kvóta er náð er bannað að veiða á maðk. Allri bleikju skal sleppa!. Veiðibók fyrir veiðimenn SVFK er staðsett í veiðihúsinu. Skrá skal allan afla vel og skilmerkilega í veiðibók einnig þeim fiski sem er sleppt. Það er mikilvægt að einstaklingsskrá hvern fisk. SVFK er með bát á staðnum einungis fyrir sína veiðimenn.

Kippur: einungis fluga í vorveiði, en svo fluga spúnn og maðkur í sumar og haustveiði. Veiðibækurnar fyrir bæði Grenlæk og Jónskvísl eru við bæinn Fossa, vel merkt. Vinsamlegast skráið allan afla í þær og setjið á sinn stað. Ástæðan fyrir þessari staðsetningu er sú að ekki öll veiðifélögin um Grenlæk og Jónskvísl nota veiðihús Kipps

Fossar: æskilegt er að það sé veitt á flugu í vorveiði og skal öllum hrygningarfiski þá sleppt.  Eftir það má veiða á flugu, spún og maðk. Veiðikort er í veiðihúsi hjá www.kippur.is. Veiðibók er í kassa við afleggjarann að Fossum.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið afmarkast af skiltum við veiðisvæðaskil. Að ofan eru veiðiskilin við skilti ofan við Efri-Skurð, en að neðan við skilti við Neðri-Skurð, neðan við brúna.

SVFK: Frá húsinu er ekin leið sem liggur til baka á söndunum meðfram hraunlendinu og beygt til vinstri sem leið liggur yfir lækjarsprænu og sveigir slóðin niður á sandinn. Slóðanum er fylgt niður að brú yfir Grenlæk. Allra stærstu bílar komast ekki yfir brúna. Fylgja skal stikaðri slóð og forðast að aka út fyrir hana. Vinsamlegast lokið öllum hliðum á eftir ykkur.

Fossar: Til þess að komast að Fitjaflóði í Grenlæk er beygt til hægri af þjóðvegi nr. 1 rétt áður en farið er yfir Skaftárbrúna vestan við Kirkjubæjarklaustur. Eknir eru um 13 km eftir þjóðvegi nr. 204 en þá er beygt til vinstri að Fossum og Arnardrangi. Rétt áður en komið er að Arnardrangi er tekinn afleggjari um girðingarhlið til hægri eftir vegarslóð sem liggur meðfram túninu í hraunlendi, niður brekku af hrauninu niður á sléttuna og yfir lækjarsprænu og síðan út á sandinn. Vegarslóðin liggur yfir brú á Grenlæk og síðan upp með honum að austanverðu. Stærstu bílar komast ekki yfir brúna. Öllum hliðum skal loka á eftir sér.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Kirkjubæjarklaustur: 14 km, Selfoss: 210 km, Reykjavík: 268 km og Akureyri: 637 km

Áhugaverðir staðir

Skaftárstofa: 12 km, Systrafoss & Systrakaffi: 12 km, Rauðárfoss: 14 km og Fjaðrárgljúfur: 19 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Grenlækur Sv. 4 Fitjarflóð

Veiðin að komast af stað í Grenlæk

„Sumarið byrjar vel hjá mér en við vorum í Flóðinu í Grenlæk og eftir að hafa kastað flugunni í tíu mínútur á fyrsta veiðidegi sumarsins, tók þessi höfðingi fluguna, 85 sentimetra hængur, sem

Lesa meira »

Erfitt veðurfar en flottir fiskar

Marvin Þrastarson „Við Marvinhot vorum í Grenlæk fyrir fáum dögum með góðum hópi, það var frekar erfitt, grenjandi rigning mest allan tímann og fiskarnir tregir að taka,“ sagði Gunnar Skaftason

Lesa meira »
Shopping Basket