Hofsá í Skagafirði

Norðvesturland
Eigandi myndar: veiditorg.is
Calendar

Veiðitímabil

15 júlí – 15 október

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

3 stangir
Stop

Kvóti

meira en 5 fiskar á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Jepplingar, Einungis fótgangandi
Dollar

Verðbil

heill dagur

3500 kr. – 3500 kr.

Tegundir

Veiðin

Veiðisvæði Hofsár er um 25 km langt og er uppistaða veiðinnar sjógengin bleikja, þótt stöku sjóbirtingur og lax veiðist einnig. Áin rennur í Vestari Jökulsá en á uppruna sinn upp undir Hofsjökli, úr vötnum og lækjum þar í kring. Hofsá er nokkuð mikið vatnsfall og er stundum jökullituð en í hana rennur Fossá sem kemur úr Hofsjökli. Ofan við ármót Fossár er hún að vísu tær á 5 til 6 km svæði og heitir þá Runukvísl upp að Runufossi sem er efsti veiðistaður. Veiðin hefur verið afar sveiflukennd í gegnum árin, sum árin hefur nánast ekkert veiðst en svo hafa önnur ár gefið ævintýralega veiði.  Oft er besta veiðin á haustin. 

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Hægt að fá uppábúið hjá Mörtu í Litluhlíð fyrir 6.000 kr í sumarbústað með heitum potti. Marta s: 453-8086 & 823-4242, [email protected]

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið er um 25 km langt. Efsti veiðistaðurinn er Runufoss, en sá neðsti þar sem Hofsá rennur í Vestari-Jökulsá

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Varmahlíð: 37 km / Akureyri: 131 km / Reykjavík: 330 km

Veiðileyfi og upplýsingar

veidtorg.is 

Uppl: Borgþór Borgarsson s: 4538087, [email protected]

 

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Norðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Hofsá í Skagafirði

Engin nýleg veiði er á Hofsá í Skagafirði!

Shopping Basket