Hólsá – Austurbakki

Suðurland
Eigandi myndar: Kolskeggur
Calendar

Veiðitímabil

01 apríl – 20 október

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

6 stangir
Stop

Kvóti

4 fiskar á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

41000 kr. – 83000 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Austurbakki Hólsár er skemmtilegur kostur í laxveiði fyrir hópa sem vilja vera útaf fyrir sig. Glæsilegt veiðihús fylgir svæðinu á besta tíma. Austurbakki Hólsár er neðsti hluti Eystri Rangár eftir að Þverá sameinast henni. Í bestu árum hafa komið 7-800 laxar á land ásamt nokkuð af sjóbirtingi. Þar sem allur lax sem gengur í Rangárnar fer um þetta svæði er oft mikið fjör við veiðarnar og menn lenda gjarnan í skemmtilegum ævintýrum.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Glæsilegt veiðihús er rétt neðan við ármót Eystri Rangár og Þverár. Í húsinu eru sex tveggja manna herbergi, öll með sér baðherbergi. Rúmgóð setustofa er í húsinu og fullbúið eldhús. Hundrað fermetra verönd umlykur húsið með útsýni yfir ána og stórkostlega fjallasýn. Að sjálfsögðu er grill á veröndinni og góð aðstaða til útiveru. Rúmgóður heitur pottur er við húsið og sér bygging með vöðlugeymslu ásamt frysti og kæli fyrir aflann.

Veiðireglur

Leyfilegt er að hirða  4 smálaxa á stöng á vakt. Skylda að sleppa löxum yfir 70 cm í klakkistur. Bannað er að hirða sjóbirting.

Í júní og september eru seldar stakar stangir frá morgni til kvölds og þá fylgir veiðihúsið ekki seldum stöngum.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið nær frá og með veiðistað númer 28 sem er Ármót til og með veiðistað númer 14

SKIPTING VEIÐISTAÐA:

3 stangir: Ármót Þverá -Eystri /veiðihús

3 stangir: Veiðihús/Ártún

Frísvæði: Ártún/Valabakkar.

Skipt er á 3 klst fresti nema menn semji um annað, skiptingin er á ábyrgð veiðimanna.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Hvolsvöllur: 13 km, Reykjavík: 120 km, Akureyri: 490 km

Nærliggjandi flugvellir

Reykjavíkurflugvöllur: 120 km

Veiðileyfi og upplýsingar

[email protected]  s: 793-7979

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Hólsá – Austurbakki

Engin nýleg veiði er á Hólsá – Austurbakki!

Shopping Basket