Krossá á Skarðsströnd

Vesturland
Eigandi myndar: Hreggnasi
Calendar

Veiðitímabil

01 júlí – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

1 fiskur á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

Tegundir

Lax

Veiðin

Krossá á Skarðsströnd er í Dalasýslu og fellur til sjávar í Geirmundarvog á Skarðsströnd. Áin er dragá og er um 15 km að lengd, en vatnasvið hennar er um 47 ferkm. Umhverfi Krossár er afar fallegt, kjarri vaxið og með útsýni út á Breiðafjörð. Við eðlilegar kringumstæður er hún fremur vatnslítil og því nauðsynlegt að fara með gát að veiðistöðum. Þessi netta laxveiðiá býr yfir 40 fjölbreyttum veiðistöðum, þar sem maðkur fer víða vel en einnig er heimilt að veiða á flugu. Meðalveði síðustu 10 árin hefur verið um 150 laxar. Veitt er tvo daga í senn, frá hádegi til hádegis.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Gott veiðihús er við ána og umhverfi mjög fallegt. Húsið er ofan vegar við bæinn Á og er svefnrými fyrir 5 manns, auk mögulegs svefnrýmis í stofu. Einnig er þar eldunaraðstaða og sumarið 2019 var komið fyrir gufubaði við húsið. Veiðimenn mega koma í hús klukkustund áður en veiði hefst og skulu hafa yfirgefið húsið klukkustund eftir að veiðitíma lýkur á brottfarardegi.

Veiðireglur

Leyfilegt er að hirða 1 smálax (undir 70cm) hvern stangardag. Ekki er kvóti á silungi

Kort og leiðarlýsingar

Til að komast að Krossá er ekið sem leið liggur um Norðurárdal, beygt á þjóðveg nr. 60 um Bröttubrekku og farið í gegnum Búðardal. Styst er að aka um Svínadal að Skriðulandi (Jónsbúð) í Saurbæjarhreppi og þaðan eftir Klofningsvegi nr. 590, út Skarðsströnd að Krossá og upp til vinstri að bænum Á.

Krossá er fiskgeng um 12,4 km. Þessi netta laxveiðiá býr yfir 40 fjölbreyttum veiðistöðum, strengjum og hyljum

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Búðardalur: 65 km /  Reykjavík: 218 km

Nærliggjandi flugvellir

Reykjavíkurflugvöllur: 223 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Iceland Outfitters s: 466-2680 & 855-2681, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Vesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Krossá á Skarðsströnd

Engin nýleg veiði er á Krossá á Skarðsströnd!

Shopping Basket