Langadalsá

Vestfirðir
Eigandi myndar: visir.is
Calendar

Veiðitímabil

01 júlí – 26 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

4 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

Tegundir

Veiðin

Langadalsá er innst í Ísafjarðardjúpi og fellur af Þorskafjarðarheiði í Nauteyrarós. Hún telst vera síðsumarsá að upplagi en þónokkuð er af snemmgengum tveggja ára laxi á vatnasvæðinu og hefur sá stofn farið vaxandi í kjölfar skyldusleppinga á stórlaxi sem hófust árið 2013. Áin rennur um vel gróið láglendi norður Langadal. Auk laxveiðinnar er oft góð bleikjuveiði í ánni. Meðalveiði er um 310 laxar á síðustu 15 árum. Veitt er 2 daga í senn, frá hádegi til hádegis.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Stutt frá ánni er rúmgott og fallegt veiðihús sem samanstendur af tveimur skálum sem tengdir eru saman með stórri verönd. Í öðrum skálanum er setustofa og eldhús en í hinum eru 8 rúmgóð tveggja manna herbergi. Í boði er svefnpokagisting en einnig hægt að fá uppábúin rúm. Aðgerðarhús og gufa eru á veröndinni og þar er einnig gasgrill. Frábær aðstaða fyrir veiðimenn og fjölskyldur þeirra.

Veiðimenn mega koma í hús 1 klst. fyrir veiðitíma en á brottfarardegi skulu þeir rýma hús 1 klst. eftir að veiðitíma lýkur. Muna þarf að ræsta hús og hirða rusl.

Veiðihúsið er innifalið í verði veiðileyfa

Kort og leiðarlýsingar

Húsið er staðsett í Langadal en þangað eru um 47km frá Hólmavík. Frá Hólmavík er ekinn vegur  nr 61 og skilti elt sem vísar á Ísafjörð. Ekið er yfir Steingrímsfjarðarheiði þangð til komið er að skilti merktu með veganúmeri 635 á hægri hönd. Farið er framhjá þessu skilti og eknir nokkrir metrar áfram og þá er upplýsingastopp á vinstri hönd. Næsti afleggjari er malarvegurinn inn í Langadal. Þessi malarvegur er ekinn inn dalinn, framhjá nokkrum sumarhúsum á vinstri hönd og eftir 4 km er veiðihúsið staðsett við ána á hægri hönd.

Langadalsá er fiskgeng um 20 km og eru merktir veiðistaðir 37 talsins

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Hólmavík: 47 km / Ísafjörður: um 132 km

Nærliggjandi flugvellir

Ísafjarðarflugvöllur: um 132 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Starir ehf  s: 546-1373 & 790-2050, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Vestfirðir

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Langadalsá

Shopping Basket