Norðfjarðará

Austurland
Eigandi myndar: veidibok.is
Calendar

Veiðitímabil

15 júní – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

3 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

6300 kr. – 19800 kr.

Tegundir

Veiðin

Upptök Norðfjarðará eru undir Fanndalsfelli uppi á hálendinu inn af Norðfirði. Áin er vinsæl og hefur hún verið staðsett á topp 10 lista yfir bestu bleikjuár landsins. Slangur af laxi veiðist einnig í Norðfjarðará ár hvert. Í ánni er mikið af tveggja til þriggja punda bleikjum og hefur heyrst að bleikjur allt að sex til sjö pund veiðist á hverju ári. Nokkuð jöfn veiði er í Norðfjarðará, um 700 til 800 bleikjur, flestar veiddar á flugu. Besti veiðitíminn í ánni er þegar líða fer á júlímánuð og langt fram í ágúst. Framan af sumri er veiðin mest í neðri hluta árinnar en þegar kemur fram yfir miðjan júlí er fiskur komin á all flesta veiðistaði árinnar. Sumarið 2012 var metár í Norðfjarðará en þá veiddust 1.142 bleikjur og 11 laxar. Seldir eru hálfir eða heilir dagar.

Gisting & aðstaða

Gistihús

Ekkert veiðihús er við ána, en allmarkir gistimöguleikar eru á Neskaupstað, visitfjardabyggd.is

Veiðireglur

Gæta verður að því að efsti 3 km kafli árinnar er með öllu friðaður sökum þess að þar eru hrygningarstöðvar bleikjunnar og er veiði þar bönnuð. Friðun er ein ástæða þess að áin er með öllu sjálfbær og hefur ekki lent í sömu niðursveiflu og aðrar bleikjuveiðiár landsins.

Enginn kvóti er, en mælst með því að veiðimenn gæti hófs og sleppi vænum fiskum

Kort og leiðarlýsingar

Það eru 14 merktir veiðistaðir í ánni, neðst er Kelda og sá efsti er Naumamelur. Í hliðaránni, Hengifossá, eru 3 merktir staðir

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Neskaupstaður: 2 km, Egilsstaðir: 66 km, Akureyri: 312 km um Vaðlaheiðargöng og Reykjavík: um 700 km um Akureyri

Nærliggjandi flugvellir

Egilsstaðaflugvöllur: 68 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Veiðiflugan Reyðarfirði s: 474-1400, vediflugan.is/nordfjardará

Fjarðasport Neskaupstað s: 477-1133, [email protected].

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Austurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Norðfjarðará

Engin nýleg veiði er á Norðfjarðará!

Shopping Basket