Reykjadalsá í Reykjadal

Norðausturland
Eigandi myndar: fluguveidi.is
Calendar

Veiðitímabil

01 apríl – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

6 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi

Tegundir

Veiðin

Reykjadalsá er ein af þverám Laxár í Aðaldal, liðast undurhæg niður Reykjadalinn og fellur í Vestmannsvatn. Úr Vestmannsvatni tengist hún svo Laxá um Eyvindarlækinn. Reykjadalsá er rómuð fyrir þurrfluguveiði en þar er einnig góð laxvon. Sú breyting er frá 2021 að Eyvindarlækur fylgir ekki með Reykjadalsá heldur er seldur sér. Árleg veiði hefur verið frá um 70 – 80 laxar og um 3000 urriðar.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Gott veiðihús fylgir seldum veiðileyfum, þar sem gistirými er fyrir 8 manns í 4 herbergjum. Hvert herbergi er með sér baðherbergi. Í húsinu eru öll helstu nauðsynjar t.d. grill, bakarofn, helluborð, kæliskápur með smá frystiplássi, kaffivél og flest öll nútíma eldhústæki. Við húsið er stór pallur og heitur pottur.

Veiðireglur

Veiðileyfi fást ekki endurgreidd. Kaupandi skuldbindur sig til að skrá alla veiði samviskusamlega í þar til gerða veiðibók.

Seldar eru stakar stangir í einn dag í senn frá hádegi til hádegis eða í hollum þar sem margar stangir eru seldar saman. Í apríl eru helgar seldar í hollum en annarsvegar heilir virkir dagar, frá morgni til kvölds, og þá fylgir gisting ekki með.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðikort:  Vestmannsvatn – Laugar        Laugar – Ræsi         Ræsi – Stafn

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Akureyri: 51 km um Vaðlaheiðargöng, Húsavík: 44 km

Nærliggjandi flugvellir

Akureyrarflugvöllur: 51 km um Vaðlaheiðargöng

Veitingastaðir

Dalakofinn s: 464-3344, en.dalakofinn.is

Áhugaverðir staðir

Mývatnssveit, Goðafoss, Húsavík

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðausturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Reykjadalsá í Reykjadal

Engin nýleg veiði er á Reykjadalsá í Reykjadal!

Shopping Basket