Sogið – Ásgarður

Suðurland
Eigandi myndar: booking.com
Calendar

Veiðitímabil

01 júlí – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

3 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

Tegundir

Veiðin

Sogið er vatnsmesta bergvatnsá landsins. Það fellur úr Þingvallavatni og sameinast Hvítá í Árnessýslu 20 km neðar, suðaustan Ingólfsfjalls. Ásgarður er fornfrægt veiðisvæði í Soginu, þekkt fyrir stórlaxa og vænar bleikjur. Svæðið er kjörið til fluguveiða þar sem hver tökustaðurinn rekur annan.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihús: Ekkert veiðihús fylgir veiðileyfakaupum

Þó geta menn leigt veiðihúsið við Ásgarð, svo lengi sem það er laust, en í húsinu er pláss fyrir allt að 8 manns. Veiðihúsið stendur við árbakkann með útsýni úr heitum potti yfir ána. Þar er einnig gufa og útisturta sem skapar góðar aðstæður til þess að slaka vel á eftir veiðidaginn. Það eru 4 svefnherbergi í húsinu, þar af þrjú með tveimur einstaklingsrúmum og eitt með tvíbreiðu rúmi. Fimm salerni eru í húsinu, 2 innisturtur og í því er góð eldunaraðstæða. Á útipalli stendur gott grill.

Veiðireglur

Þrjár stangir eru leyfðar á svæðinu og eru þær seldar saman í pakka frá hádegi til hádegis

Kort og leiðarlýsingar

Sé þjóðvegur 1 ekinn úr höfuðborginni er beygt til vinstri inn á Biskupstungabraut (35) rétt áður en ekið er inn á Selfoss. Eftir að komið er yfir brúnna við Þrastarlund er fljótlega tekin vinstri beygja inn á Þingvallaveg (36). Þar eru eknir ca. 3,5km þar til komið er að ruslagámum á vinstri hönd. Við gámana er tekinn afleggjari til vinstri inn í sumarbústaðahverfið. Eftir það skal taka aðra beygju til hægri og sá slóði ekinn þar til komið er að veiðihúsinu.

ATH: Veiðimenn þurfa að hringja og fá kóða/númer hjá Lax-á til að komast í gegnum hlið á staðnum

Veiðisvæðið nær frá veiðimörkum Ásgarðs og Syðri Brúar, niður að víkinni neðan gamla veiðihússins

Veiðileyfi og upplýsingar

www.lax-a.is/vefsala

Skrifstofa Lax-á í síma 531-6100, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Sogið – Ásgarður

Smápúpur heilla Ásgarðsbleikjuna

Það hefur verið líflegt á bleikjumiðum í Ásgarði í Soginu þessa fyrstu daga í apríl. Þrír ungir en reynslumiklir veiðimenn hafa átt þar góðar stundir. Þeir Gunnlaugur Gunnlaugsson, Óttar Finnsson

Lesa meira »
Shopping Basket