Svartá í Húnavatnssýslu

Norðvesturland
Eigandi myndar: veida.is
Calendar

Veiðitímabil

01 júlí – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

4 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús, Hótel
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

Tegundir

Lax

Veiðin

Svartá er meðalstór bergvatnsá með 480 km² vatnasvið. Sameiginlegt veiðifélag er með Blöndu og Svartá. Svartá er skemmtilega fjölbreytt að því leyti að auk hinna hefðbundnu strengja og breiða teigir hún sig út í sjálfa Blöndu þar sem oft getur verið fjör á göngutíma. Menn geta því farið úr því að kasta með léttum einhendum í tært vatnið í uppánni yfir í tvíhendur við ármótin. Laxinn í Svartá er þekktur fyrir að vera eintaklega sterkur og oft veiðast mjög stórir fiskar í ánni. Laxinn sem er af Svartárstofninum þarf að ganga upp hálfa Blöndu til að komast heim í Svartá. Seldar eru minnst tvær og tvær stangir saman, einn dag eða fleiri í senn. Meðalveiði síðustu 10 ára eru 260 laxar.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihúsið er 5 herbergja, þar af er eitt herbergi í aukahúsi. Öll herbergin eru tveggja manna og fer vel um 10 manns í húsinu. Góð setustofa og borðstofa eru til staðar ásamt heitum potti á verönd. Aðstaða til aðgerðar á fisk og vöðlugeymsla er til staðar í sérhúsi. Hvert holl greiðir kr. 45.000 í húsgjald og eru rúm uppábúin og húsið þrifið að dvöl lokinni.

Hótel

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið byrjar við veiðistaðinn Gullkistu og nær uppað veiðistaðnum Teigakoti. Aflahæsti staðurinn er Ármót

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Blönduós: 36 km / Akureyri: 127 km / Reykjavík: 265 km

Nærliggjandi flugvellir

Akureyrarflugvöllur: 129 km / Reykjavíkurflugvöllur: 265 km

Veiðileyfi og upplýsingar

www.starir.is

Starir ehf  s: 546-1373 & 790-2050, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Svartá í Húnavatnssýslu

Engin lognmolla á bökkum Svartár

„Þetta gengur allt í lagi og það eru að veiðast laxar á hverjum degi í Fuss hollinu, bara gaman hérna,“ sagði Páll Halldórsson við Svartá í Húnavatnssýslu þegar við heyrðum

Lesa meira »

Svartá komin í 125 laxa

,,Þetta var fínt veiðitúr í Svartá og við enduðum í 14  löxum og svo fengum við nokkra væna urriða“ sagði Rafn E Magnússon sem var að koma úr Svartá í

Lesa meira »
Shopping Basket