Vatnamót

Suðurland
Calendar

Veiðitímabil

01 apríl – 20 október

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

5 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

5500 kr. – 64900 kr.

Veiðin

Vatnamót eru einn besti og gjöfulasti veiðistaður á Íslandi. Þar veiðist aðallega sjóbirtingur, en einnig lax og bleikja. Veiðisvæði Vatnamóta er á söndunum austan Kirkjubæjarklausturs, þar sem Hörgsá, Fossálar og Breiðabakkakvisl ásamt smærri lækjum, sameinast jökulvatni Skaftár. Vatnamótin eru stórt vatnasvæði með mörgum mögulegum veiðistöðum. Sandbotnin er síbreytilegur og verða veiðimenn að leita fyrir sér með líklega veiðistaði. Hægt er að veiða frá bakka á 4-5 km svæði.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðimenn fá afnot af sumarhúsi/veiðihúsi að Hörgslandi. Gistirými er fyrir 6 manns. Ef þörf er á gistingu fyrir fleiri, þá er yfirleitt hægt að útvega það. Húsið er með einu tveggja manna herbergi án baðs, fjölskyldu herbergi með baði og þriggja manna herbergi með baði. Í því er rúmgóð setustofa, gott eldhús og verönd með kolagrilli.

Kort og leiðarlýsingar

Leiðin á veiðisvæðið er greið og vel merkt en ekið er austur fyrir Fossála og beygt til hægri á afleggjara sem merktur er Hraunból. Vegurinn er fólksbílafær niður að bökkunum, en fara þarf yfir óbrúaða læki og gæta þarf fyllstu varúðar. Ekki er ráðlagt að fara um efsta og neðsta svæði Vatnamóta nema á fjórhjóladrifsbílum.

Veiðisvæðið nær yfir vatnamót Skaftár, Fossála Breiðbalakvíslar og Hörgsár

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Kirkjubæjarklaustur er stutt frá, Selfoss: 206 km, Reykjavík: 265 km og Akureyri: 634 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Vatnamót

Merkja hundruð birtinga á Vatnamótasvæði

Metnaðarfullt merkinga verkefni er hafið á sjóbirtingi í Vatnamótum í Vestur–Skaftafellssýslu. Það er rannsóknarfyrirtækið Laxfiskar ehf og leigutaki svæðisins Fish Partner sem standa að verkefninu. Ætlunin er að merkja þrjú

Lesa meira »

Fish Partner taka Vatnamótin á leigu

Félagið Fish Partner hefur tekið Vatnamótin í Skaftafellssýslu á leigu. Svæðið er víðfeðmt en þekkt sem eitt öflugasta sjóbirtingssvæði landsins. Í Vatnamótunum koma saman Skaftá, Breiðbalakvísl, Hörgsá og Fossálar. Ljósmynd/HG

Lesa meira »
Shopping Basket