Síðasti dagurinn í Eystri Rangá

Hörkuveiðimenn í ánni síðustu daga veiðitímans

Síðustu klukkutímar veiðitímanns þetta árið eru nú að ganga í garð, en veitt er ennþá í laxveiði í Ytri- og Eystri Rangá en síðasti dagurinn rennur upp  í dag.  Ytri Rangá hefur forystuna þetta árið en síðan kemur Eystri Rangá rétt á eftir. Báðar komnar vel yfir 3000 þúsund laxa.

Veiðimenn sem voru að veiða í gær í kulda og trekki, reyndar hörku veiðimenn fengu 12 laxa. Eystri Rangá hefur gefið 3230 laxa en Ytri Rangá 3380 laxa. Já, síðasti dagurinn er í dag 20. október og það verður örugglega einhverju bætt við af fiski.

,,Já, það helvíti hvasst en við fengum veiði, samtals 12 laxa“ sagði Boggi Tona sem var við veiðar ásamt fleiri  veiðimönnum í Eystri Rangá.

Og síðasti dagurinn er líka í Varmá við Hveragerði í dag og þar hefur verið ágæt veiði, sjóbirtingurinn hefur verið að gefa sig.

En það er farið að klóna og verður erfiða með hverjum deginum að fá fiskinn til að taka enda fara hængar og hrygnur að hugsa um tilhugalífið þessa dagana og næturnar.

Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira

Eystri Rangá