Óvissa um framtíð urriðasvæða

Stanga­veiðifé­lag Reykja­vík­ur mun ann­ast urriðasvæði í Laxá í S-Þing­eyj­ar­sýslu það sem eft­ir lif­ir árs að sögn for­manns.

Eins og fram kom í Morg­un­blaðinu í vik­unni hef­ur Fiski­stofa ógilt ákvörðun fé­lags­fund­ar Veiðifé­lags Laxár og Krákár um að samþykkja til­boð Stanga­veiðifé­lags Reykja­vík­ur í veiðisvæðin. Ragn­heiður Thor­steins­son, formaður Stanga­veiðifé­lags Reykja­vík­ur, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að fram­haldið sé óljóst.

Árni Friðleifsson með glæsilegt eintak af urriða úr Mývatnssveitinni í opnun í lok maí. Nú ríkir fullkomin óvissa um framhaldið fyrir norðan. Ljósmynd/Emil Örn Árnason

mbl.is – Veiði · Lesa meira