Stangaveiðifélag Reykjavíkur mun annast urriðasvæði í Laxá í S-Þingeyjarsýslu það sem eftir lifir árs að sögn formanns.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu í vikunni hefur Fiskistofa ógilt ákvörðun félagsfundar Veiðifélags Laxár og Krákár um að samþykkja tilboð Stangaveiðifélags Reykjavíkur í veiðisvæðin. Ragnheiður Thorsteinsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, segir í samtali við Morgunblaðið að framhaldið sé óljóst.
Árni Friðleifsson með glæsilegt eintak af urriða úr Mývatnssveitinni í opnun í lok maí. Nú ríkir fullkomin óvissa um framhaldið fyrir norðan. Ljósmynd/Emil Örn Árnason
mbl.is – Veiði · Lesa meira