Fremra-Deildarvatn á Melrakkasléttu er á heiðinni suðvestur af Raufarhöfn. Það er í 90 m hæð yfir sjávarmáli og er áætlað flatarmál þess 0.89 km². Til þess rennur lítill lækur frá Hólmavatni og frá því Fremri-Deildará til Ytra-Deildarvatns, en hún er drjúg veiðiá. Mikið er af bleikju og urriða í Fremra-Deildarvatni og þangað gengur oft lax á haustin, eftir að grind sem er höfð efst í Deildará er fjarlægð. Vegna aðgengis er Fremra-Deildarvatn ekki mikið stundað en þangað verða menn að fara gangandi eða á hestum. Góður klukkutíma gangur er að vatninu frá þeim stað sem hægt er að skrattast til á bílum. Það er þó lán að hafa Fremri-Deildará til að veiða í á leiðinni, fari menn gangandi frá Ytra-Deildarvatni. Að leggja þetta á sig getur verið hin besta skemmtun.