Fremra-Deildarvatn

Norðausturland
Calendar

Veiðitímabil

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Breyttir jeppar, Einungis fótgangandi

Tegundir

Veiðin

Fremra-Deildarvatn á Melrakkasléttu er á heiðinni suðvestur af Raufarhöfn. Það er í 90 m hæð yfir sjávarmáli og er áætlað flatarmál þess 0.89 km². Til þess rennur lítill lækur frá Hólmavatni og frá því Fremri-Deildará til Ytra-Deildarvatns, en hún er drjúg veiðiá. Mikið er af bleikju og urriða í Fremra-Deildarvatni og þangað gengur oft lax á haustin, eftir að grind sem er höfð efst í Deildará er fjarlægð. Vegna aðgengis er Fremra-Deildarvatn ekki mikið stundað en þangað verða menn að fara gangandi eða á hestum. Góður klukkutíma gangur er að vatninu frá þeim stað sem hægt er að skrattast til á bílum. Það er þó lán að hafa Fremri-Deildará til að veiða í á leiðinni, fari menn gangandi frá Ytra-Deildarvatni. Að leggja þetta á sig getur verið hin besta skemmtun. 

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í öllu vatninu

Veiðileyfi og upplýsingar

Jóhann Hólmgrímsson s: 465-1209.

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Norðausturland

Fréttir af veiði Fremra-Deildarvatn

Engin nýleg veiði er á Fremra-Deildarvatn!

Shopping Basket