Jökla III

Austurland
Eigandi myndar: Snævarr Ö. Georgsson
Calendar

Veiðitímabil

01 júlí – 30 ágúst

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

6 stangir
Stop

Kvóti

1 fiskur á stöng/dag
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Breyttir jeppar, Einungis fótgangandi
Dollar

Verðbil

heill dagur

5000 kr. – 5000 kr.

Tegundir

Veiðin

Nýtt og að mestu ókannað svæði: Jökla ofan við veiðistaðinn Kastið sem er aðeins neðar en bærinn Hákonarstaðir. Gríðarleg nátturufegurð og einstök gljúfur á köflum sem vekja mikla athygli. Í veiðinni fylgir með þveráin Hrafnkeila og Jökla sjálf eins langt og hægt er að veiða, sem er langleiðina að Kárahnjúkum. Mikið svæði sem er þó með þokkalega aðkomu með því að fylgja veginum áfram upp á efri Jökuldalinn. Þó eru hér og þar einhver gljúfur sem ekki er vitað hvort hægt sé að komast til veiða með góðu móti. Þarna hefur lítið verið reynt en þó fengust eitthvað af bleikju þau fáu skipti sem rennt var. Ekkert er því til fyrirstöðu að lax get líka gengið upp svæðið.

Gistimöguleikar

Gistihús

Á bænum Grund í Jökuldal er hægt að spyrjast fyrir um gistingu og í sumarbústöðum í nágrenninu.

Veiðireglur

Þar sem þetta er tilraunasvæði geta veiðimenn af svæðum Jöklu I &II veitt þarna líka og er allt löglegt agn leyft í Jöklu III en skyllt er að sleppa öllum löxum 70 cm og stærri. Hirða má einn lax á stöng á dag undir þessum mörkum en svo má  veiða og sleppa eftir það.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæði: Jökla ofan við veiðistaðinn Kastið og eins langt og menn nenna að fara

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Egilsstaðir: um 70 km, Aureyri: um 210 km um Vaðlaheiðagöng, Reykjavík: um 600 km um Vaðlaheiðargöng

Veiðileyfi og upplýsingar

Veiðþjónustan Strengir s: 660 6890, e-mail: [email protected], www.strengir.com

Veiðivörður:  Guðmundur Ólason 471-1019 og 660-6893.

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Austurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Jökla III

Engin nýleg veiði er á Jökla III!

Shopping Basket