Veiðisvæðið í landi Haganes er það eina ofan Brúar (Laxárvirkjun) sem ekki er leigt út og sjá bændur sjálfir um sölu veiðileyfa. Það er skammt neðan Mývatns að austanverðu gegnt Helgey og Geldingaey. Í landi Haganes getur verið þokkalegasta veiði og oft koma þar vænir urriðar á land, þá helst ofarlega á svæðinu við Mjósund.