Ljárskógavötn

Vesturland
Calendar

Veiðitímabil

20 júní – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

Tegundir

Veiðin

Ljárskógavötn á Hólmavatnsheiði í Laxárdalshreppi í Dölum eru: Krossaxlarvatn, Fremstavatn, Miðvatn og Neðstavatn. Neðstavatn er í 142 m hæð yfir sjó og 0,48 km². Miðvatn er í 165 m hæð yfir sjó og er 0,36 km². Fremstavatn er minnst. Skammt er á milli vatnanna sem Þverá tengir og rennur síðast úr Neðstavatni í Fáskrúð. Veiðin er urriði og bleikja og fiskurinn er oft vænn. Einnig er leyfð veiði í Þverá, en í hana gengur bæði bleikja og urriði, mest á haustin. Leiðin að vötnunum liggur um vegaslóða frá jörðinni Ljárskógar sem er við þjóðveginn í ríflega 10 km fjarlægð vestur frá Búðardalskauptúni.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Sá háttur hefur verið hafður á að þá daga sem veiðimenn, vegna veiða í Fáskrúð, eru ekki í veiðihúsinu Ljárskógum geta þeir sem veiða vötnin fengið að gista þar. Seldir eru þá tveir dagar saman, hálfur/heill/hálfur (ATH)

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið: Krossaxlarvatn, Fremstavatn, Miðvatn, Neðstavatn og einnig Þverá sem tengir vötnin saman.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Reykjavík: 166 km um Hvalfjarðargöng og Búðardalur: um 24 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Leigutakar: Einar K. Jónsson, ei[email protected] & Arnór Björnsson, [email protected]

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Vesturland

Fréttir af veiði Ljárskógavötn

Engin nýleg veiði er á Ljárskógavötn!

Shopping Basket