Ljárskógavötn á Hólmavatnsheiði í Laxárdalshreppi í Dölum eru: Krossaxlarvatn, Fremstavatn, Miðvatn og Neðstavatn. Neðstavatn er í 142 m hæð yfir sjó og 0,48 km². Miðvatn er í 165 m hæð yfir sjó og er 0,36 km². Fremstavatn er minnst. Skammt er á milli vatnanna sem Þverá tengir og rennur síðast úr Neðstavatni í Fáskrúð. Veiðin er urriði og bleikja og fiskurinn er oft vænn. Einnig er leyfð veiði í Þverá, en í hana gengur bæði bleikja og urriði, mest á haustin. Leiðin að vötnunum liggur um vegaslóða frá jörðinni Ljárskógar sem er við þjóðveginn í ríflega 10 km fjarlægð vestur frá Búðardalskauptúni.