Másvatn er við þjóðveginn upp úr Reykjadal til Mývatns. Það er 3,96 km², dýpst 17 m og hæð þess yfir sjávarmáli er 265 m. Nokkrir lækir falla til þess og útfall þess er Máslækur sem fellur til Reykjadalsár. Talsvert er af fiski í vatninu, urriði og bleikja af svipaðri stærð, 1-3 pund. Mun besta veiðin er í norðanverðu vatninu. Másvatn gaf ágætlega í dorgveiði hér á árum áður en dregið hefur verulega úr ásókn manna í þann veiðiskap.