Urriðafoss B svæði

Suðurland
Eigandi myndar: ioveidileyfi.is
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

5 fiskar á stöng/dag
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Dollar

Verðbil

heill dagur

30000 kr. – 60000 kr.

Tegundir

Veiðin

Urriðafoss í Þjórsá er ein af þekktum náttúruperlum Íslands en um hann fer gífurlegt magn af laxi, aðallega í júní. Þjórsá geymir einna stærsta, villta laxastofn landsins og er stangveiði í Urriðafossi oft eins og ævintýri. Stangveiði í fossinum hófst ekki fyrr en árið 2017 en hann hefur þó strax skipað sér á lista yfir bestu laxveiðisvæði landsins.

Urriðafoss B er efsti hluti jarðarinnar Urriðafoss sem nær upp að efri brú. Bestu veiðistaðir eru Hestvík, Grjótin, Kláfur og Sandholt sem fylgir B-svæði frá opnun til 14. júlí en frá 15. júlí fylgir það aðalsvæði Urriðafoss. 

Veiðireglur

Veiðimenn bera ábyrgð á veiðisvæðaskiptingu en ávallt er veitt með 2 stöngum á landi Urriðafoss B.  Mælst er til þess að menn skipti á 3 klst. fresti eða á þann hátt sem menn geta sammælst um. Til þess að ákveða veiðisvæðaskiptingu hittast veiðimenn kl. 6.45 á bílaplaninu við gömlu brú. Séu menn ekki mættir kl. 6.55 hafa þeir sem eru mættir rétt til þess að velja sé það veiðisvæði þar sem þeir vilja byrja og svo skipta menn eftir 3 klst.

Þjórsá er stór og mikil og skulu menn fara varlega. Áin er mjög hættuleg og er mælst til þess að fólk hvorki vaði né taki aðra óþarfa áhættu. Veiðimenn eru á eigin ábyrgð við veiðar í Urriðafossi.Veiðibók er í kassa við bílastæðið, vinsamlega skráið allan afla!

Kvóti: 1. – 10. júní: 2 laxar á stöng á dag. 11. júní og út tímabilið: 5 laxar á stöng á dag

Mælst er til að menn hlífi stórlaxi sé það mögulegt

Kort og leiðarlýsingar

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðurland

Fréttir af veiði Urriðafoss B svæði

Engin nýleg veiði er á Urriðafoss B svæði!

Shopping Basket