Flekkudalsá er 20 km löng dragá sem á efstu upptök sín á hálendinu í Klofningsfjallgarði, og fellur til sjávar í Hvammsfjörð vestan við bæjinn Ytra Fell á Fellsströnd. Margir vilja segja Flekkuna vera fallegustu laxveiðiá Dalasýslu. Flekkudalsá er snemmsumars laxveiðiá þar sem uppistaðan er smálax, þó vissulega komi á land einhverjir stórlaxar. Silungur veiðist einnig í ánni í einhverju magni. Meðalveiði á undanfarin ár er um 220 laxar á sumri. Veitt er í tvo daga í senn, frá hádegi til hádegis, nema í opnun þegar veitt er frá morgni 1 júlí til hádegis 3. júlí.