Krossá á Skarðsströnd er í Dalasýslu og fellur til sjávar í Geirmundarvog á Skarðsströnd. Áin er dragá og er um 15 km að lengd, en vatnasvið hennar er um 47 ferkm. Umhverfi Krossár er afar fallegt, kjarri vaxið og með útsýni út á Breiðafjörð. Við eðlilegar kringumstæður er hún fremur vatnslítil og því nauðsynlegt að fara með gát að veiðistöðum. Þessi netta laxveiðiá býr yfir 40 fjölbreyttum veiðistöðum, þar sem maðkur fer víða vel en einnig er heimilt að veiða á flugu. Meðalveði síðustu 10 árin hefur verið um 150 laxar. Veitt er tvo daga í senn, frá hádegi til hádegis. Áin er í einkanotkun