Áin er dragá og er vatnsmagn hennar mjög ójafnt og sveiflukennd frá einum tíma til annars og fer það eftir veðráttu. Í rigningartíð og í leysingum er áin vatnsmikil en í þurrkatíð dregur verulega úr rennsli og vatnið verður tært. Við það verður hún mjög viðkvæm og sé ekki farið varlega verður fiskurinn fljótt var við umferð. Móra rennur um Mórudal, sem er einn fegurstur dala norðan Breiðafjarðar. Víða er hagur fluguveiðimanna góður og eru menn þarna algerlega útaf fyrir sig.
Oftast nær eru seld 2 daga holl, en þó er eitthvað um staka daga inn á milli. Veitt er á 2 stangir og eru þær seldar saman.