Móra

Vestfirðir
Eigandi myndar: veida.is
Calendar

Veiðitímabil

20 júní – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

7500 kr. – 30000 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Áin er dragá og er vatnsmagn hennar mjög ójafnt og sveiflukennd frá einum tíma til annars og fer það eftir veðráttu. Í rigningartíð og í leysingum er áin vatnsmikil en í þurrkatíð dregur verulega úr rennsli og vatnið verður tært. Við það verður hún mjög viðkvæm og sé ekki farið varlega verður fiskurinn fljótt var við umferð. Móra rennur um Mórudal, sem er einn fegurstur dala norðan Breiðafjarðar. Víða er hagur fluguveiðimanna góður og eru menn þarna algerlega útaf fyrir sig.

Oftast nær eru seld 2 daga holl, en þó er eitthvað um staka daga inn á milli. Veitt er á 2 stangir og eru þær seldar saman.

Gisting & aðstaða

Hótel

Hótel Flókalundur: www.flokalundur.is

Gistihús

Rauðsdalur: www.raudsdalur.is

Bjarkarholt: www.bjarkarholt.is

Veiðireglur

Enginn kvóti er, en tilmæli til veiðimanna að þeir sleppi tveggja ára löxum

Kort og leiðarlýsingar

Þegar komið er að bænum Krossi nálgast menn Krossholt, sem er lítill þéttbýliskjarni í kringum félagsheimilið og skólan Birkimel. Rétt utan við félagsheimilið er áin Móra, þar sem fyrstu veiðistaðir eru. Milli Krossholta og sveitarbæjarins Kross er afleggjari sem er farinn inn í Mórudal.

Veiðisvæðið er um 6 km, með yfir 20 veiðistöðum

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Patreksfjörður: 40 km

Áhugaverðir staðir

Látrabjarg

Veiðileyfi og upplýsingar

Ólafur Haukur Magnússon s:  777-4090, [email protected].

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Vestfirðir

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Móra

Engin nýleg veiði er á Móra!

Shopping Basket