Víðidalsá rennur af Húnvetnsku heiðunum niður Víðidalinn og fellur í hið mikla stöðuvatn, Hópið, og gegnum það til sjávar um Bjargós, vestan Þingeyrasands. Heildarlengd frá upptökum í sjó er talin 67 km. Um það bil 7 km. frá ós ánnar í Hópið fellur Dalsá í hana frá austri. Þar er hinn þekkti veiðistaður Dalsárós. Við Víðidalstungu fellur svo Fitjaáin í Víðidalsána. Hún er veigamesta þveráin með yfir 280 ferkm. vatnasvið. Laxgeng er áin upp í Kolugil, sem er um það bil 25 km. frá ósnum í Hópið. Eftir nokkra laxastigagerð er Fitjaáin einnig laxgeng inn allan Fitjárdal, nokkuð inn fyrir byggð. Víðidalsáin er þekkt fyrir væna laxa og er meðalþyngd þar óvenju há, eða um 4 kíló. Árlega veiðast þar laxar yfir 10 kíló að þyngd. Þá er einnig mjög góð sjóbleikjuveiði í Víðidalsánni. Veitt er í tveggja til þriggja daga hollum í Víðidalsá. Meðalveiði síðustu 10 ára eru 1050 laxar.
Víðidalsá hækkar um tugi milljóna
Tilboð í Víðidalsá voru opnuð í dag. Alls bárust tilboð frá fimm aðilum og ljóst er af þeim tilboðum sem bárust að leiga fyrir veiðirétt í Víðidalsá hækkar um tugi