Áin rennur, í hrikalegu landslagi frá upptökum sínum í sunnanverðu Víðdalsfjalli, um 28 km vegalengd í Hópið. Hún er hins vegar aðeins fiskgeng um 10 km vegalengd frá ósnum. Þetta er ein þessara laxveiðiáa sem margir veiðimenn telja ekki gullmola við fyrstu sín en er þekkt fyrir mikla meðalþyngd, eða um 8 pund. Laxastigar í ánni koma í veg fyrir alla tálma og á laxinn greiða leið langt inn á heiði. Ekki veiðist þó eingöngu lax í Gljúfurá því við ósinn í Hópið er töluverð bleikjuveiði og einning sjóbirtingur sem margir sækja í. Bleikjan er oftast á bilinu eitt til þrjú pund en sjóbirtingurinn á það til að ná sex pundum. Gljúfurá er einstaklega falleg og áhugaverð veiðiá þar sem boðið er bæði upp á lax og bleikju. Laxinn gengur seint í ána og er besti tíminn í ágúst og september.
Maríulaxinn kom á land í Gilkjafti
„Við skelltum okkur fjögur saman í tveggja daga ferð í Gljúfurá í Húnaþingi þar sem aðalmarkmið ferðarinnar var að Bríet Sif fengi maríulaxinn sinn,“sagði Styrmir Gauti Fjeldsted og bætti við;