Vatnsdalsá er dragá, 74 km löng frá upptökum, sem gerir hana að 16. lengstu á landsins. Upptökin eru upp á Haukagilsheiði og Grímstunguheiði og rennur hún svo niður í Vatnsdal. Fjölmargir lækir og ár renna í Vatnsdalsánna og gera hana að því vatnsfalli sem hún er.
Stangveiðar hófust í Vatnsdalsánni 1936 og hefur hún í gegnum tíðina sannað sig sem ein af bestu og þekktustu laxveiðiám landsins. Hún er fræg fyrir stórlaxa og oftar en ekki þá koma stærstu laxar ársins upp úr Vatnsdalsánni. Laxasvæði árinnar, sem spannar um 20 km vegalengd, er skipt upp í 3 svæði. Það er því nóg rými fyrir veiðimenn að athafna sig á 40 merktum veiðistöðum Vatnsdalsár. Veiðileyfi eru seld í hollum, 2 – 3 daga í senn. Meðalveiði síðustu 10 ára eru 770 laxar.