Laxá í Skefilsstaðahreppi

Norðvesturland
Eigandi myndar: is.nat.is
Calendar

Veiðitímabil

10 júlí – 31 ágúst

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

1 fiskur á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

34000 kr. – 40000 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Laxá í Skefilsstaðahreppi er allgóð laxveiðá á Norðurlandi. Áin rennur 24 km leið ofan af fjöllum, niður í Laxárdal og fellur síðan til sjávar í Skagafjörð.

Áin býður upp á mikla fjölbreytni, allt frá mjúkum grasbökkum upp í þverhnípt og þröng klettagil en alls eru um 50 merktir veiðistaðir í ánni. Laxá hefur verið í uppbyggingarfasa síðustu árin eftir að stofn árinnar var næstum horfinn í lok 10. áratugarins. Áin var friðuð í nokkur ár í upphafi aldarinnar en síðustu sumur hefur veiðin farið af stað aftur, þó með takmörkunum. Veiðin síðustu ár hefur gengið vel og er laxastofn árinnar að styrkjast. Þeir veiðidagar sem koma í sölu ár hvert, hafa yfirleitt rokið út, enda á áin marga fylgjendur. Seldar eru 2 stangir saman í pakka og er leyfð ein stöng á hvoru svæði.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Ekkert formlegt veiðihús er við ána, en veiðileyfum fylgir gamalt og gott steypt hús sem hefur verið mikið endurnýjað. Húsið er bæði rúmgott og notalegt. Þar er svefnpláss fyrir allt að ellefu manns. Gasgrill er á staðnum.

Veiðireglur

Veiðileyfi, sem einnig er veiðiskýrsla, verður að skila strax að loknum veiðidegi, hvort sem veiðist eða ekki. Veiðileyfum skal skila í þar til gerðan kassa við Skíðastaði.

Stranglega er bannað að hafa nema eina stöng í veiði samtímis á sama svæði. Ef tveir eða fleiri eru saman um stöng, skulu þeir vera saman á veiðistað.

Kort og leiðarlýsingar

Svæði 1 (neðra): Frá ósi upp að brú við Skíðastaði. Svæði 2 (efra): frá brú við Skíðastaði að Háafossi

Kort 

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Sauðárkrókur: 25 km, Akureyri: 143 km og Reykjavík: 280 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Laxá í Skefilsstaðahreppi

Engin nýleg veiði er á Laxá í Skefilsstaðahreppi!

Shopping Basket