Laxá í Skefilsstaðahreppi er allgóð laxveiðá á Norðurlandi. Áin rennur 24 km leið ofan af fjöllum, niður í Laxárdal og fellur síðan til sjávar í Skagafjörð.
Áin býður upp á mikla fjölbreytni, allt frá mjúkum grasbökkum upp í þverhnípt og þröng klettagil en alls eru um 50 merktir veiðistaðir í ánni. Laxá hefur verið í uppbyggingarfasa síðustu árin eftir að stofn árinnar var næstum horfinn í lok 10. áratugarins. Áin var friðuð í nokkur ár í upphafi aldarinnar en síðustu sumur hefur veiðin farið af stað aftur, þó með takmörkunum. Veiðin síðustu ár hefur gengið vel og er laxastofn árinnar að styrkjast. Þeir veiðidagar sem koma í sölu ár hvert, hafa yfirleitt rokið út, enda á áin marga fylgjendur. Seldar eru 2 stangir saman í pakka og er leyfð ein stöng á hvoru svæði.