Húseyjarkvísl fellur í vestari kvísl Héraðsvatna, 19 km. frá sjó. Upptök á hún á hálendinu sunnan Mælifellshnjúks. Hún bugðast um sléttlendi Skagafjarðar og er laxgeng að Reykjafossi. Í hana gengur lax, en einnig veiðast þar 3 – 400 sjóbirtingar á ári. Gríðarvænir sjóbirtingar veiðast hvert sumar á laxasvæðinu, allt að 90 cm og er það góð viðbót á laxveiðina þegar líða fer á haustið. Seldir eru 2-3 dagar í senn, frá hádegi til hádegis. Síðustu 10 árin hefur meðalveiði í ánni verið um 185 laxar.
Veiðin gengur vel í Húseyjarkvísl
Veiðin gengur víða ágætlega þessa dagana kannski helst til mikið vatn víða eftir endalausar rigningar. Eins og einn sagði í dag sem var að skoða Leirvogsá að áin væri eins