Fremri-Deildará

Norðausturland
Calendar

Veiðitímabil

15 júní – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Breyttir jeppar, Einungis fótgangandi
Dollar

Verðbil

heill dagur

Tegundir

Veiðin

Fremri-Deildará er á Melrakkasléttu og rennur frá Fremra-Deildarvatni niður í  Ytra-Deildarvatn. Þetta er lítil en afskaplega falleg á. Veiðimenn þurfa að leggja nokkuð á sig til að veiða hana þar sem engir vegir eru upp með henni. Menn leggja bílum við Ytra-Deildarvatn og ganga svo norðan með vatninu þar til komið er að Fremri-Deildará. Neðst í ánni er 200 metra kafli, en þar safnast oft óhemjulegt magn af silungi og sjást þar stundum bleikjutorfur. Urriða má einnig víða finna í ánni. Fiskurinn er oft nokkuð tökuglaður, bæði á púpur og straumflugur og við réttar aðstæður er hægt að gera góða veiði með þurrflugum. Bleikjan í Fremri-Deildará er yfirleitt á bilinu 1-2 pund en urriðinn getur orðið stærri.

Gisting & aðstaða

Aðrir gistimöguleikar

Ekkert veiðihús er  á staðnum, en þeir sem vilja gista ráðlagt að athuga með gistingu á Raufarhöfn.

Veiðireglur

Enginn kvóti er á veiði, en mönnum er ráðlagt að ganga fram af hófsemi við veiðarnar. Leyfðar er 2 stangir í ánni

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæði Fremri Deildará, á milli vatna, er um það bil 8 km langt

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Næsti nærliggjandi bær er Raufarhöfn

Veiðileyfi og upplýsingar

David Zehla s: 780-6995, [email protected]

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Norðausturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Fremri-Deildará

Engin nýleg veiði er á Fremri-Deildará!

Shopping Basket