Selfljót

Austurland
Eigandi myndar: veiditorg.is
Calendar

Veiðitímabil

20 maí – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

14 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

8500 kr. – 14000 kr.

Tegundir

Veiðin

Austast á Héraðssöndum eru ósar Selfljóts og þar byrjar jafnframt fyrsta veiðisvæði fljótsins. Sjöunda og efsta veiðisvæðið endar í Gilsárgili aðeins 15 km frá Egilsstöðum. Dyrfjöll og Beinageitarfjall tróna yfir fallegum og fjölbreyttum veiðistöðum Selfljóts og Gilsár. Upp ósasvæðin sækja silfraðar bleikjur, þar er boðið upp á breytilegan veiðitíma með möguleika á ógleymanlegri miðnæturveði. Á miðsvæðunum sveimar sprækur urriði og bleikja og í Gilsá og Bjarglandsá má fá stórar bleikjur og lax þegar líður á sumarið. Veiðisvæðin sjö bjóða upp á friðsæld og einstaka náttúrufegurð, jafnt fyrir þrautþjálfaða fluguveiðimenn og þá sem nota veiðiferðir til að sækja sér hugarró og samverustundir fyrir fjölskylduna. Meðalveiði er um 350 silungar og um 15 laxar hvert sumar.

Gisting & aðstaða

Gistihús

Ekkert veiðihús er við Selfjót en víða er gistingu að fá á Héraði t.d. visitegilsstadir.is/gisting

heyiceland.is

Mikið er af orlofshúsum stutt frá Egilsstöðum t.d. Einarsstaðir og Eiðar

Veiðireglur

Sleppiskylda er á öllum laxi 70 sm og stærri. Annars eru engar takmarkanir á fjölda veiddra fiska. Veiðitímabilið hefst 20 maí,  þó aðeins  um helgar á svæði 1. Það hefst 20. júní á svæðum 1, 2, 4, og 5 og svo 1. júli á svæðum 3, 6 og 7. Veitt er á öllum svæðum til 20 september.

Alla veiði á að færa í rafræna veiðibók Selfjóts á veiðitorg.is.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið nær frá ósi í Héraðsflóa (svæði 1) og að Fosshyl í Gilsá (svæði 7)

Hér má sjá  kort af veiðisvæðum

Veiðibók

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Egilsstaðir: um 15 km, Akureyri: 263 um Vaðlaheiðargöng, Reykjavík: 652 km um Akureyri

Nærliggjandi flugvellir

Egilsstaðarflugvöllur: 17 km

Áhugaverðir staðir

Borgarfjörður eystri: er aðeins 20 km frá neðsta svæðinu, en um 50 km frá þeim efstu. Hallormstaðaskógur: 42 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Veiðileyfi má nálgast á veiditorg.is

selfljot.is

Grétar Mar Óðinsson s: 698-7300, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

15:00 – 21:00

Staðsetning

Austurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Selfljót

Fallegt við Selfljót

Bleikjan  verið að gefa sig neðst Eins og víða mætti veiðin vera betri fyrir austan eins og í Selfljóti sem rennur austast á Hérðassöndum þar sem ósar fljótsins liggja. Í

Lesa meira »
Shopping Basket