Austast á Héraðssöndum eru ósar Selfljóts og þar byrjar jafnframt fyrsta veiðisvæði fljótsins. Sjöunda og efsta veiðisvæðið endar í Gilsárgili aðeins 15 km frá Egilsstöðum. Dyrfjöll og Beinageitarfjall tróna yfir fallegum og fjölbreyttum veiðistöðum Selfljóts og Gilsár. Upp ósasvæðin sækja silfraðar bleikjur, þar er boðið upp á breytilegan veiðitíma með möguleika á ógleymanlegri miðnæturveði. Á miðsvæðunum sveimar sprækur urriði og bleikja og í Gilsá og Bjarglandsá má fá stórar bleikjur og lax þegar líður á sumarið. Veiðisvæðin sjö bjóða upp á friðsæld og einstaka náttúrufegurð, jafnt fyrir þrautþjálfaða fluguveiðimenn og þá sem nota veiðiferðir til að sækja sér hugarró og samverustundir fyrir fjölskylduna. Meðalveiði er um 350 silungar og um 15 laxar hvert sumar.
Fallegt við Selfljót
Bleikjan verið að gefa sig neðst Eins og víða mætti veiðin vera betri fyrir austan eins og í Selfljóti sem rennur austast á Hérðassöndum þar sem ósar fljótsins liggja. Í