Dalsá & Tungudalsá

Austurland
Eigandi myndar: veiditorg.is
Calendar

Veiðitímabil

20 júní – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

5 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Einungis fótgangandi
Dollar

Verðbil

heill dagur

7000 kr. – 7000 kr.

Tegundir

Veiðin

Dalsá og Tungudalsá eru laglegar dragár í Fáskrúðsfirði. Þær eiga upptök sín í tæplega 1.000 metra hæð á heiðunum inn af Fáskrúðsfirði og renna um dalina sitt hvoru megin við Suðurfjall. Dalsá er stærri áin og liggur þjóðvegurinn úr Fáskrúðsfjarðargöngum meðfram henni að mestu. Tungudalsá er hinsvegar í nokkuð ósnortnu og fallega grónu umhverfi og er ekki akfært með henni.

Stærð bleikjunnar í Dalsá er svipuð og í ánum í næstu fjörðum, mest af punds og hálfs annars punds fiskum. Hvert sumar koma þó á land fiskar um og yfir 3 pund og svo einn og einn lax. Tungudalsá breytir sér talsvert á milli ára, enda ekki óalgengt að það komi í hana mikil hlaup. Þó eru þar góðir veiðistaðir sem virðast halda sér árlega og þar leynast bleikjur af sömur stærð og í Dalsá.  

Gisting & aðstaða

Gistihús

Gistihúsið Tunguholt s: 892-1374, 847-1679

Gistihús Elínar Helgu s: 868-2687

Veiðireglur

Kvóti er enginn, en mælst er með hófsemi og að menn sleppi eins miklu og mögulegt er. Leyft er að veiða á flugu, maðk og spún í Dalsá, en eingöngu er leyfð fluguveiði í Tungudalsá.

Leyfðar eru 3 stangir í Dalsá og 2 stangir í Tungudalsá

Veðileyfi: Hálfur dagur 5000 kr. + 1000 kr. í skilagjald  /  Heill dagur 7000 kr. + 1000 kr. í skilagjald.

Alla veiði á að færa í rafræna veiðibók Dalsár og Tungudalsár á Veiðitorg.is.  Veiðibækur síðustu ára má sjá hér

Kort og leiðarlýsingar

Dalsá er fiskgeng að Svarðarfossi, sem er ofarlega í ánni. Tungudalsá er fiskgeng tæpa 4 km inn að Stekkjarfossi

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Reyðarfjörður: 19 km, Egilsstaðir: um 48 km, Akureyri: 294 km um Vaðlaheiðargöng

Nærliggjandi flugvellir

Egilsstaðaflugvöllur: 50 km

Veiðileyfi og upplýsingar

veiditorg.is

Umsjón: Halldór Pétur Ásgeirsson s: 477-1130  & 861-2154, dalsa.wordpress.com/ 

 

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

15:00 – 21:00

Staðsetning

Austurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Dalsá & Tungudalsá

Engin nýleg veiði er á Dalsá & Tungudalsá!

Shopping Basket