Tannastaðatangi er þar sem Sogið og Hvítá koma saman og mynda Ölfusá. Þetta eru neðstu veiðstöðvar Sogsins að vestanverðu. Laxveiðin er mest og aðallega útaf tanganum, á mörkum jölulsvatnsins og ferskvatnsins. Þarna er kjörið að veiða á flugu. Veiðin er sveiflukennd eins og víða annarsstaðar í ánni. Á vorin veiðist þarna sjóbleikja og eru í boði leyfi frá 1. apríl – 10. júní.