Hólsá-Borgarsvæðið er þekkt og afar gjöfult veiðisvæði neðarlega í vatnakerfi Rangánna. Svæðið tilheyrði áður aðalsvæði Ytri Rangár og er þekkt fyrir miklar aflahrotur á göngutíma en þar liggur einnig mikið af laxi út veiðitímann. Á síðast liðnum árum hefur svæðið verið að gefa 500-1000 laxa. Á svæðinu eru þekktir veiðistaðir, eins og Staurhylur, Straumey og Borg.