Háifoss og Hjálparfoss eru ófiskgengir, en á milli fossana er urriði sem á heima á þessu svæði. Veiðisvæðið er mjög fallegt og frekar stórt og því nóg að gera allan daginn fyrir veiðimenn. Fossá er fræg fyrir fossana og er Háifoss næst stærsti foss landsins. Það er tilkomumikil sjón að standa fyrir neðan fossinn og veiða í hylnum sem oft gefur ágætis veiði. Efri hluti silungasvæðis Fossár rennur í gljúfri. Fáir veiðimenn leggja leið sína þangað, vegna þess að þar er töluverður gangur á veiðistaði. Þeir sem því nenna, lenda þó oft í ævintýralegri veiði. Á neðri hlutanum eru meira af bakkahyljum, hefbundum breiðum og strengjum. Það er fiskur víða um svæðið og veiðimenn þurfa að vera duglegir að prufa sig áfram.