Vífilsstaðavatn er mjög vinsælt meðal veiðimanna og þykir mörgum ómissandi að fara þangað á vorin til að fá fyrstu tökur ársins. Það er í 38 m hæð yfir sjávarmáli og mælist um 0,27 km²að flatarmáli. Það má með sanni segja að Vífilsstaðavatn henti mjög vel byrjendum og er tilvalið til að æfa fluguköst. Í vatninu fæst einkum urriði og bleikja. Mest er um smábleikju en einnig veiðist töluvert af stærri fiski, yfirleitt 1-2 pund. Best veiðist á vorin, í maí og júní. Fiskurinn úr vatninu er sagður mjög góður matfiskur.
Ísinn á Vifilstaðavatni að fara – veiðimenn mættir
„Ég fékk fisk hérna í fyrra en enginn hefur bitið á núna,“ sagði Nikulás Aron ungur veiðimaður sem við hittum við Vífilsstaðavatn í dag, en ísinn er að fara af