Þiðriksvallavatn

Vestfirðir
Eigandi myndar: holmavik.123.is JH
Calendar

Veiðitímabil

20 júní – 31 ágúst

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi

Tegundir

Veiðin

Þiðriksvallavatn er í Hólmavíkurhreppi í Strandasýslu. Það er 1,45 km² að flatarmáli, dýpst 47 m og í 73 m hæð yfir sjó. Vestan þess er Þiðriksvalladalur, vel gróinn og búsældarlegur. Við enda vatnsins í dalnum standa eyðibýlin Þiðriksvellir og Vatnshorn. Þverá rennur úr vatninu til Steingrímsfjarðar og er hún virkjuð. Afleggjari að vatninu er frá þjóðvegi 61 nokkra kílómetra fyrir sunnan Hólmavík. Umhverfið er mikið gróið og þykir fagurt. Í vatninu er þokkaleg bleikja og býsna vænn urriði, mikið af fiski. Það er í eigu Hólmavíkurhrepps.

Gisting & aðstaða

Gistihús

westfjords.is

Gistihús Hólmavíkur s: 696-3615

Sunna Gistihús, Dranganesi s: 451-3230

Kort og leiðarlýsingar

Leyfð er veiði í öllu vatninu.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Hólmavík: um 5 km, Ísafjörður: 220 km, Reykjavík: 230 km og Akureyri: 335 km.

Veiðileyfi og upplýsingar

Ekki þarf leyfi. Vinsamlega látið þó vita af ykkur í s: 451-3272 eða 863-9113 (Þorsteinn).

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Vestfirðir

Fréttir af veiði Þiðriksvallavatn

Engin nýleg veiði er á Þiðriksvallavatn!

Shopping Basket