Vatnið, með þessu skemmtilega heiti, er við vatnaskil Haukagilsheiðar og Víðidalstunguheiðar. Það er um 0.17 km2 að flatarmáli en hæð yfir sjávarmál er ekki skráð. Þetta er sagt vera gott veiðivatn en gallinn er sá að aðgengi er erfitt og verða menn að ganga þó nokkurn spöl til að komast að því. Í vatninu er bleikja en mest af henni er í smærri kantinum.