Grundartjarnir eru tvær og eru í svokölluðum Grundarskálum í austanverðu Svínadalsfjalli. Syðri tjörnin er stærri, áætluð um 0.12 km² en báðar eru þær í um 450 – 500 m yfir sjávarmáli. Nauðsynlegt er að leggja á sig um 30 mínútna göngu upp fjallshlíðina til að komast að tjörnunum. Veiðileyfin gilda á öllu svæðinu og fjöldi þeirra er ekki takmarkaður. Veiðin er bleikja, oftast frekar smá en nóg getur verið af henni. Best hefur reynst að veiða í logni og lítilli sól.