Rifsæðarvötn eru á svokallaðri Austursléttuheiði á Melrakkasléttu. Þau eru aðallega tvö og eru í 50 m hæð yfir sjó. Stærra vatnið er 1.37 km² að flatarmáli. Frá því rennur lækur til Skálavatna. Í vötnunum er hvort tveggja urriði og bleikja. Vötnin voru lengi ofsetin af smárri bleikju, en eftir að farið var að stunda minkaveiðar af krafti og seinna með skipulagri netaveiði náðu stofnarnir sér á strik og veiði glæddist að sama skapi. Nú er þokkalegur fiskur í vötnunum, mikið 2 -3 pund, sem veiðist vel á stöng. Þokkalegur slóði er að nyrðra Rifsæðarvatni um svokallaða Mjóvatnsósa. Hann er um 8 km og nær að sumarbústaði sem er 50 m frá vatninu.