Raufarhafnarvötn

Norðausturland
Eigandi myndar: veidikortid.is
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Einungis fótgangandi

Tegundir

Veiðin

Raufarhafnarvötn eru tvö talsins og eru staðsett á Melrakkasléttu mitt á milli Skálavatna og Ólafsvatns. Þau liggja í 30 m hæð yfir sjó og er nyrðra vatnið 0.34 km² að flatarmáli, en hið syðra 0.40 km². Umhverfi vatnanna er aðallega mýrlendi og lágir ásar og á milli þeirra rennur lítill lækur. Í vötnunum er bleikja og urriði sem veiðist þokkalega á stöng. Urriðinn getur orðið býsna vænn. Erfitt aðgengi veldur því þó að aðeins einstaka menn leggja leið sína að vötnunum með stangveiði í huga. Þangað er um tveggja tíma gangur frá Raufarhöfn og um klukkutíma gangur sé farið frá slóðanum um Mjóavatnsása að Skálavatni.

Kort og leiðarlýsingar

Veiði er leyfð alls staðar í báðum vötnunum

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Eins og fyrr segir er 2 tíma ganga að vötnunum frá Raufarhöfn

Veiðileyfi og upplýsingar

Sveitarfélag Raufarhafnarhrepps býður endurgjaldslausa veiði í vötnunum

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Norðausturland

Fréttir af veiði Raufarhafnarvötn

Engin nýleg veiði er á Raufarhafnarvötn!

Shopping Basket