Hraunhafnarvatn

Norðausturland
Eigandi myndar: Veiðikortið
Calendar

Veiðitímabil

01 maí – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

9900 kr. – 9900 kr.

Tegundir

Veiðin

Hraunhafnarvatn er stærsta vatnið á Melrakkasléttu eða 3,4 km². Vatnið er dýpst um 4 m og er í 2 m hæð yfir sjávarmáli. Hraunhafnará rennur í suðurenda vatnsins. Hraunhafnarvatn er við þjóðveginn og liggur hann við vatnið á malarifi sem er milli vatns og sjávar. Í vatninu er bæði bleikja og urriði, sem hafa dafnað vel, því vel hefur verið staðið að grisjun. Mikið er af bleikju, mest 1/2 – 1 pund en allt að þremur pundum, sem og urriða sem getur orðið allt að 6 pund. Bestu veiðistaðirnir í Hraunhafnarvatni eru við mölina og einnig á leið inn með vatninu í átt að Hraunhafnará. Út af ós árinnar er oft mikið af fallegum urriða.  

Gisting & aðstaða

Hótel

Hótel Norðurljós s: 465-1233, hotelnordurljos.is

Gistihús

Gistihúsið Hreiðrið s: 472-9930, www.nesthouse.is

Tjaldstæði

Leyfilegt er að tjalda á eigin ábyrgð á gömlu túni við vatnið en stutt er í mjög gott, skipulagt tjaldstæði á Raufarhöfn

Veiðireglur

Handhöfum Veiðikortsins ber að vera með kortið og skilríki á sér og tilbúnir að sýna það veiðiverði þegar hann vitjar veiðimanna.  Það er stranglega bannað að skilja eftir sig rusl og aka utan vega.  Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.  Óskað er eftir að því að menn sendi upplýsingar um afla með tölvupósti á netfangið [email protected].

Kort og leiðarlýsingar

Veiði er heimil í landi Skinnalóns og má sjá merkingu á korti um hvar má veiða

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Raufarhöfn: 13 km, Húsavík: 138 km, Egilsstaðir: 270 km, Akureyri: 215 km og Reykjavík: 602 km.

Veiðileyfi og upplýsingar

Vatnið er hluti af Veiðikortinu

Umssjón með vatninu: Halldór Þórólfsson s: 863-8468.

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Norðausturland

Fréttir af veiði Hraunhafnarvatn

Engin nýleg veiði er á Hraunhafnarvatn!

Shopping Basket