Ytra-Lón er 0,7 km² að stærð, í 4 – 5 m hæð yfir sjó. Útrennsli hefur það um kíl til Lónsár og liggur vatnið stuttu norðan hennar, u.þ.b 1 km frá sjó. Í vatninu er bæði staðbundinn urriði og sjóbirtingur og veiði oft góð. Ytra Lón hefur að geyma gríðarlegt magn urriða yfirleitt í kringum 1.5 til 2 pund og til eru fiskar allt að 6 pund. Lítill lækur rennur úr Ytra Lóni yfir í Lónsá sem gerir urriðunum kleift að ganga uppí Lónsá. Bleikja er afar sjaldgæf. Að vatninu er best að komast eftir þjóðvegi nr. 869 frá Þórshöfn.