Þetta er lítið vatn í landi Skála á Langanesi. Á Skálum var á sínum tíma þéttbýl verstöð og íbúar vel á annað hundrað talsins. Þarna var mikil útgerð þegar aflavonin var mest. Urriði og bleikja eru í Kringlu og er veiðivonin ekkert ósvipuð því sem þekkist í Bjarnarvatni, sem er þarna skammt frá. Lækur tengir vötnin saman og þaðan áfram úr Kringlu til sjávar. Þessi lækur er ekki fiskgengur frá sjó.